Mótamál
Meistaradeild UEFA

Dregið í Meistardeildina og UEFA keppnina

FH, Valur og ÍA verða í pottunum

20.6.2006

Föstudaginn 23. júní, verða íslensku liðin FH, Valur og ÍA í eldlínunni þegar dregið verður í Meistaradeild Evrópu og UEFA keppnina.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Dregið verður í tvær fyrstu umferðirnar í Meistaradeildinni en þar eru Íslandsmeistarar FH í baráttunni.  Byrjar sá dráttur kl. 10:00 að íslenskum tíma.  FH er í sterkari hóp þeirra liða er taka þátt í fyrstu umferð.

Sterkari hópur

Lakari hópur

 

 

NK Gorica (SLO)

FC Shakhtyor Soligorsk (BLS)

 

 

Myllykosken Pallo-47 (FIN)

Cork City FC (IRL)

 

 

Apollon Limassol FC (CYP)

KS Elbasani (ALB)

 

 

NK ?iroki Brijeg (BIH)

FC Pyunik (ARM)

 

 

FH Hafnarfjördur (ISL)

FC TVMK Tallinn (EST)

 

 

FHK Liepajas Metalurgs (LAT)

Linfield FC (NIR)

 

 

FC Sheriff (MOL)

The New Saints FC (WAL)

 

 

FC Sioni Bolnisi (GEO)

FK Baku (AZE)

 

 

FK Ekranas (LTU)

F91 Dudelange (LUX)

 

 

Birkirkara FC (MLT)

FK Aktobe (KAZ)

 

 

FK Rabotnicki (MKD)

B36 Tórshavn (FAR)

 

 

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um dráttinn hér

Það verður svo kl. 11:30 að íslenskum tíma að dregið verður í fyrstu umferð UEFA keppninnar.  Þar eru bikarmeistarar Vals og ÍA meðal þátttakenda.

Í UEFA keppninni er félögunum 70, er taka þátt í fyrstu umferð, skipt niður í þrjú svæði.  Hverju svæði er svo skipt í tvennt og er árangur síðustu ára hafður þar til hliðsjónar.  Valur og ÍA eru í neðri hópnum og dragast því gegn félögum um sterkari hópnum.

                      Sterkari hópur                                         Lakari hópur

Brøndby IF (DEN)

Valur Reykjavík (ISL)

SFK Lyn Oslo (NOR)

ÍA Akranes (ISL)

SK Brann (NOR)

Drogheda United FC (IRL)

IK Start (NOR)

Derry City FC (IRL)

Randers FC (DEN)

FC Levadia Tallinn (EST)

IFK Göteborg (SWE)

FC Flora (EST)

Åtvidabergs FF (SWE)

Rhyl FC (WAL)

Gefle IF (SWE)

Llanelli FC (WAL)

FC Haka (FIN)

Glentoran FC (NIR)

FK Ventspils (LAT)

Portadown FC (NIR)

HJK Helsinki (FIN)

AS Jeunesse Esch (LUX)

Skonto FC (LAT)

FC Etzella Ettelbrück (LUX)

FBK Kaunas (LTU)

GÍ Gøta (FAR)

FK Suduva (LTU)

Skála Ítróttarfelag (FAR)

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um dráttinn hér

Fulltrúar félaganna verða viðstaddir dráttinn í Sviss og bíða spenntir eftir því að sjá hvaða mótherjar íslensku félögin fá.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög