Mótamál

KR og Valur í úrslitum

14.8.2002

Það verða tvö af stórveldunum í kvennaknattspyrnunni, KR og Valur, sem leika til úrslita í Coca-Cola bikar kvenna á Laugardalsvelli 31. ágúst næstkomandi. Valsstúlkur sigruðu ÍBV í undanúrslitum að Hlíðarenda í gær, 3-0, á meðan stöllur þeirra úr KR lögðu Þór/KA/KS 8-0 á Siglufirði. Valur hefur 12 sinnum áður leikið til úrslita og 8 sinnum hampað bikarmeistaratitli, á meðan KR hefur 5 sinnum leikið til úrslita og unnið 1 sinni. Valur er núverandi Coca-Cola bikarmeistari.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög