Mótamál

Jafntefli hjá Fylki

16.8.2002

Bikarmeistarar Fylkis gerðu í gær 1-1 jafntefli gegn Excelsior Mouscron frá Belgíu í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða, en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Gestirnir náðu forystunni eftir um hálftíma leik, en jafnræði hafði verið með liðunum fram að því. Í síðari hálfleik voru Fylkismenn sterkari aðilinn í leiknum og jafnaði Sverrir Sverrisson metin úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Fylkismenn léku vel og hefðu getað bætt við marki, en höfðu heppnina ekki með sér. Síðari leikur liðanna fer fram í Belgíu 29. ágúst.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög