Mótamál
Knattspyrna á Íslandi

Fimm lið hafa ekki tapað leik í deildakeppninni

Þrjú lið í meistaraflokki karla og tvö í meistaraflokki kvenna

15.7.2005

Hvað eiga lið FH, Breiðabliks og Víðis í meistaraflokki karla sameiginlegt með liðum Breiðabliks og Þórs/KA/KS í meistaraflokki kvenna? Öll þessi lið eru taplaus til þessa í sínum deildum.

FH situr með miklum glæsibrag í efsta sæti Landsbankadeildar karla að 10 umferðum loknum og eins og flestum er kunnugt hefur liðið ekki tapað leik.

Það gildir einnig um lang efsta liðið í 1. deild karla, Breiðablik í Kópavogi, sem ekki hefur tapað í 10 fyrstu umferðum deildarinnar.

Lið Víðis í Garði, sem leikur í A-riðli 3. deildar karla, er einnig taplaust enn sem komið er.

Í Landsbankadeild kvenna er Breiðablik taplaust í efsta sæti að loknum 8 umferðum og lið Þórs/KA/KS er einnig taplaust í B-riðli 1. deildar kvenna.  

Því má síðan auðvitað bæta við að liðin sem enn eru í VISA-bikar karla og kvenna eru taplaus til þessa í keppninni !!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög