Mótamál
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Dregið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur í riðli með liðum frá Finnlandi, Noregi og Eistlandi

7.7.2005

Dregið hefur verið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna, en Íslandsmeistarar Vals taka þátt fyrir Íslands hönd.  Leikið er í níu fjögurra liða riðlum í 1. umferð og eru Valsstúlkur í riðli með norska liðinu Röa Idrettslag, Pärnu FC frá Eistlandi og FC United frá Finnlandi, en riðillinn mun fara fram þar í landi dagana 9. - 13. ágúst.

Sigurvegarar riðlanna fara áfram í 2. umferð keppninnar, þar sem leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög