Mótamál
VISA-bikarinn

Þrír leikir í VISA-bikarnum í kvöld

Leikið í Víkinni, á Akranesvelli og að Hlíðarenda

4.7.2005

Þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld, mánudagskvöld.  Víkingar taka á móti KR-ingum í Reykjavíkurslag, Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn og Haukar sækja Valsmenn heim.

Í öllum tilfellum er um að ræða viðureignir liða úr Landsbankadeild annars vegar og 1. deild hins vegar. 

Breiðablik og Víkingur sitja þessa stundina í efstu tveimur sætum 1. deildar karla og verður því afar spennandi að fylgjast með leikjum þeirra gegn ÍA og KR.

Haukar eru um miðbik 1. deildar, en eru þó aðeins fjórum stigum á eftir Víkingum, sem eru í 2. sæti, og eru því til alls líklegir gegn Valsmönnum.

Bjarni Felixson mun fylgjast með leikjum kvöldsins í VISA-bikarnum á Rás 2.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög