Mótamál

KFS sigraði í 3. deild

7.9.2002

KFS (Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund) frá Vestmannaeyjum lagði Fjölni í æsispennandi úrslitaleik 3. deildar karla í dag, en leikið var í Grafarvoginum. Staðan í hálfleik var 1-1, en leikmenn KFS skoruðu tvö mörk fljótlega í síðari hálfleik þrátt fyrir að hafa áður misst mann út af með rautt spjald. Fjölnir jafnaði með tveimur skallamörkum í blálokin og við tók framlenging, þar sem KFS skoraði fjórða markið, en Fjölnir jafnaði enn. Staðan var því jöfn að lokinni framlengingu, 4-4, og ljóst að úrslit myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Þar hafði KFS betur, skoraði úr fimm spyrnum, en Fjölnir úr fjórum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög