Mótamál

Fylkir og Fram leika til úrslita

11.9.2002

Fylkir lagði KA 3-2 í síðari undanúrslitaleik Coca-Cola bikarkeppni karla, sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Árbæingar voru með góða stöðu í hálfleik eftir að Finnur Kolbeinsson og Sævar Þór Gíslason (2) höfðu komið þeim í þriggja marka forystu. KA-menn náðu að klóra í bakkann með tveimur mörkum í síðari hálfleik, frá Hreini Hringssyni og Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni. Fylkismenn mæta því Frömurum í úrslitaleik keppninnar 28. september næstkomandi.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög