Mótamál

Síðustu tvær umferðir að öllu jöfnu á sama tíma

12.9.2002

Nokkuð hefur borist af fyrirspurnum til KSÍ varðandi það hvort leik Fylkis og KR í Símadeild karla næstkomandi sunnudag verði breytt. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót (lið 3.9.1.1.4) skal mótanefnd:

".....að öllu jöfnu raða leikjum í tveimur síðustu umferðum í Símadeild karla á sama tíma. Sama gildi um síðustu umferð í 1. deild karla. Leikir í þessum umferðum, sem geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu sætum (rétt til þátttöku í Evrópukeppni) skulu ávallt fara fram á sama tíma. Sama á við um leiki, sem geta haft úrslitaáhrif á fall úr deild."

Þar sem Grindavík getur enn náð KR að stigum er ekki hægt að færa leik Fylkis og KR. Til þess að það sé hægt mega úrslit leiksins ekki hafa nein áhrif á lokastöðu annarra liða í deildinni.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög