Mótamál

Stuðningsyfirlýsing

15.10.2001

Í tilefni fréttar á heimasíðu Vísis.is í morgun viljum við forystumenn eftirtalinna félaga í Símadeild karla koma eftirfarandi á framfæri:

Forystumenn eftirtalinna félaga í Símadeild karla lýsa yfir fullum stuðningi við Eggert Magnússon formann KSÍ og hans störf fyrir knattspyrnusambandið. Allar fréttir um annað eru tilbúningur og rógburður af verstu gerð.

Hannes Hauksson, Breiðabliki, Þórir Jónsson, FH, Ámundi Halldórsson, Fylki, Jónas Þórhallsson, Grindavík, Gunnar Sigurðsson, ÍA, Ásmundur Friðriksson, ÍBV, Vignir Þormóðsson, KA, Jónas Kristinsson, KR, Rúnar Arnarson, Keflavík, Grímur Sæmundsen, Val og Árni Óðinsson, Þór.

Það skal tekið fram að KSÍ mun kæra fréttina á Vísi.is til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og í framhaldi af því taka ákvörðun um hvort um frekari aðgerðir verður að ræða.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög