Mótamál

Úrslit vantar úr Reykjavíkur- og Faxaflóamótum

7.5.2004

Nokkuð er um að úrslit í Reykjavíkur- og Faxaflóamótum yngri flokka séu ekki tilkynnt til KSÍ. Í leikjum 7 manna liða ber félögum að senda inn eyðublaðið Tilkynning um úrslit í keppni 7 manna liða strax að leik loknum. Að móti loknu skal síðan senda inn Leikskýrslu í keppni 7 manna liða. Í leikjum 11 manna liða þarf að skrá inn úrslit í gagnagrunn KSÍ og senda leikskýrslur. Minnt er á að vanræksla á skilum á leikskýrslum (Tilkynning um úrslit í keppni 7 manna liða) varðar dagsektum samkvæmt lið 4.4.6 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, kr. 55 á dag.

Félög eru beðin um að fara vandlega yfir það hvort einhver úrslit vanti inn á vef KSÍ. Skráið úrslitin í gegnum aðgang ykkar félags að vefnum og faxið síðan eyðublaðið Tilkynning um úrslit til skrifstofu KSÍ, í síðasta lagi þriðjudaginn 11. maí (halldor@ksi.is).
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög