Mótamál

KA úr leik eftir vítaspyrnukeppni

28.6.2003

KA féll í dag úr leik í Intertoto-keppninni eftir að hafa tapað 2-3 í vítaspyrnukeppni gegn bosníska liðinu FK Sloboda Tuzla, en leikið var á Akureyrarvelli. Gestirnir skoruðu fyrst eftir 19 mínútur og leiddu 0-1 í hálfleik. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði fyrir KA á 55. mínútu og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma. Hvorugu liðinu tókst svo að skora í framlengingunni sem fylgdi, en í vítaspyrnukeppninni skoruðu gestirnir úr þremur spyrnum en KA-menn úr tveimur og eru því úr leik.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög