Mótamál
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - KA tekur á móti Grindavík

Sigurvegarinn mætir Val í úrsitaleik

29.3.2018

Seinni leikur undanúrslita A deildar karla í Lengjubikarnum fer fram í dag, fimmtudaginn 29. mars, þegar KA tekur á móti Grindavík í Boganum.  Leikurinn hefst kl. 14:00 og mun sigurvegarinn mæta Val í úrslitaleik.


Þá eru fjölmargir aðrir leikir á dagskránni í dag og má þar t.a.m. nefna lokaleik A deildar kvenna þegar að Valur og ÍBV mætast á Valsvelli.  Fjögur efstu liðin þar mætast svo í undanúrslitum og getur Valur tryggt sér efsta sætið með sigri.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög