Mótamál

Álftanes og Vængir Júpíters Íslandsmeistarar innanhúss

7.1.2018

Úrslitaleikir Íslandsmótsins innanhúss fóru fram síðustu helgi í Laugardalshöll, bæði í meistaraflokki kvenna og karla. Í meistaraflokki kvenna varði Álftanes titil sinn á meðan Vængir Júpíters lyftu titlinum karlamegin. 

Fyrri leikur dagsins var úrslitaleikur meistaraflokks kvenna þar sem Álftanes, ríkjandi meistarar, og Breiðablik/Augnablik mættust. Álftanes varði þar titil sinn með frábærum 7-0 sigri. 

Í meistaraflokki karla mættust Vængir Júpíters og Augnablik og endaði sá leikur með 6-3 sigri Vængja Júpíters.


Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög