Mótamál

3. deild karla - Úrslitakeppnin nálgast

24.7.2002

Línur eru farnar að skýrast í riðlakeppni 3. deildar karla og nokkur félög eru komin með annan fótinn í úrslitakeppnina, en tvö efstu lið í hverjum riðli fara áfram. Fjarðabyggð hefur fyrst liða tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, en baráttan um hitt sætið úr D-riðli er á milli Hugins/Hattar og Leiknis F. Magni er með örugga forystu á önnur lið í C-riðli, en Vaskur og Hvöt eru einnig í baráttunni. Reynismenn leiða B-riðil með nokkrum mun, en Grótta, Úlfarnir og Deiglan er í einum hnapp á eftir. Í A-riðli bera KFS og Fjölnir höfuð og herðar yfir önnur lið og verður spennandi að sjá hvoru liðinu tekst að ná efsta sætinu að lokum.

19 mörk í 8 leikjum

Lið Magna hefur skorað heil 46 mörk í leikjunum 8, eða 5,75 í leik, og af þeim hefur Jóhann Halldór Traustason gert 19 mörk. Marjan Cekic hefur gert 13 mörk fyrir Fjarðabyggð og Hallur Kristján Ásgeirsson hefur sett 10 mörk fyrir Fjölni.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög