Mótamál

Frábær stemning á Íslandsleikum Special Olympics

22.5.2017

Hinir árlegu Íslandsleikar Special Olympics í fótbolta voru haldnir á Þróttarvellinum í Laugardal um helgina en Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni ÍF og KSÍ. 

Samkvæmt hefð var kyndilhlaup lögreglu fyrir leikana og hljóp Guðmundur Sigurðsson lögreglumaður með kyndilinn síðasta spölin. Guðni Bergsson formaður KSÍ setti leikana og síðan sá Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna um upphitun keppanda. 

Sjö 5 manna lið kepptu í tveimur riðlum eftir styrkleikaflokkum. Lið Aspar vann riðil 1 og í öðru sæti varð Nes og í þriðja sæti var FC Sækó. Ösp vann einnig riðil 2 í öðru sæti varð Ösp 2 og í þriðja sæti var Nes. 

Gríðarlega góð stemning var á leikunum eins og sjá má á Facebook síðu KSÍ.

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög