Mótamál

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag

Fjórir leikir á dagskrá í dag

16.5.2017

32 liða úrslit Borgunarbikars karla hefjast í dag með fjórum leikjum. Kl. 18:00 mætast Þór og Ægir á Þórsvelli, Kl. 19:15 verða tveir leikir, Leiknir R. tekur á móti Þrótti R. og Selfoss tekur á móti Kára. Kl. 20:00 hefst svo leikur Berserkja og Gróttu á Víkingsvelli. 

9 leikir verða í 32 liða úrslitunum á morgun, og líkur umferðinni svo á fimmtudag með þremur leikjum. Heildaryfirlit yfir leiki í Borgunarbikar karla er að finna hér á heimasíðu KSÍ.

Dregið verður í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla föstudaginn 19. maí kl. 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög