Mótamál

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun yngri flokka

8.5.2017

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í keppni eldri flokks. Þar með hafa nánast allir leikir í mótum sumarsins verið staðfestir.

Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ og setja inn dagsetningar á nokkrum úrslitakeppnum yngri flokka. 

Vinsamlegast hafið í huga að verulega miklar breytingar hafa verið gerðar undanfarna daga á niðurröðun leikja í sumum mótum vegna breyttra skráninga. 

Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög leikja verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. 

Á vef KSÍ eru allar breytingar, sem gerðar eru eftir að mótin eru staðfest, merktar í rauðum lit í leikjalista.

Listi yfir mót sumarsins
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög