Mótamál

Evrópudeildin - KR og Grasshopper skildu jöfn í markaleik

Liðin mætast aftur að viku liðinni

14.7.2016

KR og svissneska liðið Grasshopper gerðu 3-3 jafntefli á KR-velli í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það leit ekki vel út fyrir KR í hálfleik en svissneska liðið leiddi þá 0-2. Góð byrjun á seinni hálfleik og vítaspyrna undir lok leiksins tryggðu KR að lokum jafntefli í leiknum.

Grasshopper komst í 0-2 með mörkum á 18. og 35. mínútu. KR skipti Dananum Morten Beck Andersen inn á í hálfleik og hann var fljótur að láta að sér kveða. Kappinn hljóða upp völlinn og skoraði 16 sekúndum eftir að koma inn á og minnkaði muninn í 1-2. Hann var aftur að verki stuttu síðar en þá komst hann í gegn um vörn Grasshopper og Morten setti boltann örugglega í markið. 2-2.

Það leið samt ekki á löngu að gestirnir voru komnir yfir að nýju en á 58. mínútu skoraði Caio og kom Grasshopper aftur yfir, 2-3. KR-ingar létu þetta samt ekki slá sig útaf laginu og á 77. mínútu fékk KR vítaspyrnu eftir að brotið var á Morten Beck og Óskar Örn skoraði af öryggi úr vítinu, 3-3.

Þetta var lokastaða leiksins og KR-ingar geta vel við unað eftir að lenda 0-2 undir í leiknum en liðin mætast aftur í Sviss að viku liðinni.

Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja félag Grasshopper í kvöld.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög