Mótamál

Evrópudeildin - KR áfram, Valur og Blikar úr leik

KR mætir Grasshopper í næstu umferð

7.7.2016

KR er komið áfram í Evrópudeildinni eftir 6-0 sigur gegn Glonavon frá Norður Írlandi í kvöld á útivelli. KR vann heimaleik liðanna 2-1 og er því komið áfram með 8-1 samanlagt. KR mætir svissneska liðinu Grasshopper í næstu umferð Evrópudeildarinnar. 

Valsmenn töpuðu 6-0 gegn Bröndby í Danmörku en fyrri leik liðanna lauk með 4-2 sigri danska liðsins sem er komið áfram á kostnað Vals. Þá er Breiðablik úr leik en liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Jelgava eftir að tapa heima 3-2 og er því úr leik 5-4 samanlagt.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög