Mótamál
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Tap í fyrsta leik Víkinga

Víkingar leika gegn Differdange frá Lúxemborg kl. 19:30

26.8.2015

Fyrstu leikir E riðils í undankeppni Futsal Cup fóru fram í gærkvöldi en riðillinn er leikinn í Ólafsvík.  Heimamenn léku gegn Flamurtari Vlore frá Albaníu og höfðu gestirnir betur, 1 - 5.  Í fyrr leik kvöldsins voru það Hamburg Panthers frá Þýskalandi sem lögðu FC Differdange frá Lúxemborg, 6 - 2.

Leikur Víkinga var mun jafnari en tölurnar gefa til kynna en albanska liðið varðist vel og voru mjög skæðir í að refsa heimamönnum með vel útfærðum skyndisóknum.  Víkingar misnotuðu m.a. vítaspyrnu og áttu þrjú stangarskot í leiknum en sigur gestanna var engu að síður verðskuldaður.

Í dag kl. 17:00 leika svo Hamburg og Flamurtari og kl. 19:30 mætast Víkingur Ólafsvík og FC Differdange.  Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Ólafsvík og eru sem flestir hvattir til þess að mæta og styðja Víkinga.  Þeir sem eiga ekki heimangengt geta hinsvegar stillt á Sport TV og séð leikina í beinni útsendingu.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög