Mótamál
Lengjubikarinn

Lengjubikar 2015 - Undanúrslit A-deildar karla á sunnudaginn

Leikið á Víkingsvelli og KA velli

17.4.2015

Nú er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla en fjórðungsúrslit kláruðust í gærkvöldi.  KA mætir ÍA á KA velli og Víkingur tekur á mót Breiðabliki á Víkingsvelli.  Báðir leikirnir fara fram sunnudaginn 19. april og hefjast kl. 16:00.

Í fjórðungsúrslitunum var mest spennan í leik Víkings og FH en þar knúði Reykjavíkurfélagið fram sigur eftir vítaspyrnukeppni.  Hinum þremur leikjunum lauk með sömu markatölum.  KA lagði Fylki, í Úlfarsárdal, 1 - 5, Breiðablik lagði Val 5 - 1 í Fífunni og ÍA vann Fjölni, 5 - 1 í Akraneshöllinni.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög