Mótamál

Vel heppnað Jólamót KRR

3.1.2003

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) var haldið í Egilshöll milli jóla og nýárs. Leiknir voru yfir 400 leikir á þeim fjórum dögum sem mótið stóð yfir og fjöldi þátttakenda á mótinu var um 2000. Keppt var í 3., 4. og 5. flokki kvenna og 4., 5. og 6. flokki karla og sendu öll aðildarfélög KRR lið til keppni. Mótið heppnaðist mjög vel og er ljóst að sams konar mót verður haldið aftur að ári, en leikið var á fjórum völlum samtímis. Í þessu móti var ekki leikið til úrslita en sigurvegara einstakra riðla má sjá hér að neðan. Einnig má sjá einstök úrslit og stöðutöflur með því að velja Mótamál / Mót / Jólamót (2002) hér til hliðar á síðunni.


Sigurvegarar riðla
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög