Mótamál

Fótboltinn í fullum gangi

Leikið í Lengjubikar, Faxaflóamóti og Reykjavíkurmóti í vikunni

2.3.2015

Eins og knattspyrnuhreyfingin og áhugafólk um knattspyrnu þekkir vel er fótbolti heilsársíþrótt.  Flesta mánuði og flestar vikur vetrar er hægt að finna fótboltaleiki til að horfa á í knattspyrnuhúsum landsins.  Svo er einnig í þessari viku.

Framundan eru leikir í Lengjubikar, Faxaflóamóti og Reykjavíkurmóti og þá er ekki einungis átt við meistaraflokkana, heldur er fjöldinn allur af leikjum yngri flokka framundan.  Yfirlit næstu leikja má sjá einfaldlega með því að smella á "Næstu leikir" í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni, og á hnapp með sama texta á forsíðu ksi.is.

Skoðið endilega listann og skellið ykkur á fótboltaleik!
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög