Mótamál
KR er Reykjavíkurmeistari kvenna 2015 (Mynd frá Fotbolti.net

KR Reykjavíkurmeistari kvenna 2015

Sjö ára sigurgöngu Vals lokið - Ellefti Reykjavíkurmeistaratitill KR

24.2.2015

KR-ingar fögnuðu sigri í Reykjavíkurmóti kvenna 2015 eftir sigur á Val í úrslitaleik í Egilshöll á mánudagskvöld.  Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir KR og var þar með bundinn endi á 7 ára sigurgöngu Vals í þessari keppni. 

Valur komst yfir í leiknum með sjálfsmarki KR-liðsins, en tvö mörk í seinni hálfleik, fyrst frá Margréti Maríu Hólmarsdóttur og svo Ásdísi Karen Halldórsdóttur, tryggðu KR sigur í leiknum.

Valur hefur unnið keppnina 23 sinnum og KR nú 11 sinnum, en mótið hefur verið haldið síðan 1982 og eru Valur og KR einu liðin sem hafa hampað Reykjavíkurmeistaratitlinum.

Myndin með fréttinni er fengin að láni frá Fotbolti.net.

Reykjavíkurmót meistaraflokks kvenna
1982  KR 1983  Valur 1984  Valur 1985  Valur 1986  Valur
1987  Valur 1988  Valur 1989  Valur 1990  Valur 1991  Valur
1992  Valur 1993  KR 1994  KR 1995  Valur 1996  KR
1997  KR 1998  KR 1999  KR 2000  KR 2001  Valur
2002  Valur 2003  Valur 2004  Valur 2005  Valur 2006  KR
2007  KR 2008  Valur 2009  Valur 2010  Valur 2011  Valur
2012  Valur 2013  Valur 2014  Valur 2015  KRMótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög