Mótamál
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts kvenna mánudaginn 23. febrúar

Valur og KR mætast í Egilshöll kl. 19:00

20.2.2015

Það verða Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikið verður í Egilshöll, mánudaginn 23. febrúar kl. 19:00.  Valur lagði Þrótt í undanúrslitum og KR hafði betur gegn Fylki.

Sérstakir heiðursgestir leiksins verða þær Íris Andrésdóttir fyrrverandi leikmaður Vals og Karólína Jónsdóttir fyrrverandi leikmaður KR og munu þær heilsa upp á leikmenn fyrir leik og afhenda verðlaun að honum loknum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög