Mótamál
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn hefst föstudaginn 13. febrúar

Valur og Stjarnan hefja leik í A-deild karla

11.2.2015

Það verða nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hefja leik í Lengjubikarnum 2015 en félögin mætast í Egilshöll, föstudaginn 13. febrúar kl. 19:00.  Leikurinn er í riðli 3 í A-deild keppninnar.  Fjölmargir leikir verða svo í í A-deild karla um komandi helgi.

Tvö efstu félögin úr hverjum riðli, sem eru þrír, komast í átta liða úrslit ásamt þeim tveimur félögum sem verða með bestan árangur í þriðja sæti.  Keppni í A-deild kvenna hefst svo í lok mánaðarins og aðrar deildir hefjast í byrjun mars.

Athygli skal vakin á því að þeir leikmenn sem hafa fengið keppnisleyfi frá 21. febrúar eru gjaldgengir í Lengjubikarnum, skv. ákvæði 3.5 í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga:  Þar segir:

3.5. Leikmaður sem er handhafi keppnisleyfis sem gefið er út að loknu keppnistímabili og tekur gildi 21. febrúar hefur heimild til að taka þátt í héraðsmótum, Íslandsmóti innanhúss (Futsal) og deildarbikarkeppni KSÍ (Lengjubikarnum ) með nýja félaginu frá og með þeim degi er keppnisleyfið er gefið út.

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög