Mótamál
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins

Leikurinn fer fram mánudaginn 9. febrúar kl. 19:00 í Egilshöll

6.2.2015

Það verða Leiknir og Valur sem leika til úrslita í Reykjavíkurmóti KRR en þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins.  Þessi félög mætast í úrslitaleiknum, mánudaginn 9. febrúar, í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:00.

Valur hafði betur gegn Fjölni í undanúrslitum og Leiknir gegn KR en þar réðust úrslit eftir vítaspyrnukeppni.

Það er um að gera að hvetja knattspyrnuáhugafólk til þess að mæta í Egilshöllina og sjá þennan úrslitaleik en aðgangur er ókeypis.  Heiðursgestir KRR á þessum leik verða þeir Arnar Einarsson, fyrrverandi formaður Leiknis og Ingvar Elisson, fyrrverandi leikmaður Vals.  Munu þessir heiðursmenn heilsa upp á leikmenn fyrir leik og afhenda svo verðlaun að leik loknum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög