Mótamál
Pepsi-deildin

Aðsókn í Pepsi-deild karla 2014

Færri áhorfendur að meðaltali heldur en undanfarin ár

15.10.2014

Alls mættu 121.852 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 923 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru nokkuð færri áhorfendur en mættu á leiki árið 2013 en þá voru 1.057 áhorfendur að meðaltali á leikjum Pepsi-deildar.

Flestir mættu að jafnaði á heimaleiki FH eða 1.741 að meðaltali á leik. Næstflestir komu á KR völlinn eða 1.238 að meðaltali á hvern leik. Aðeins þrjú félög fengu fleiri en 1.000 áhorfendur að meðaltali á leiki sína, FH, KR og Breiðablik.. Flestir mættu á útileiki hjá Stjörnunni, 1.415 að meðaltali og næstflestir á útileiki hjá KR eða 1.157 áhorfendur.

Flestir áhorfendur mættu á leik FH og Stjörnunnar í síðustu umferð mótsins en þann leik sáu 6.450 áhorfendur. Fæstir voru hinsvegar á leik Vals og Þórs í 20. umferð, 145 áhorfendur. Besta aðsóknin var á leiki í lokaumferðinni þegar það mættu 8.751 á leikina sex en fæstir mættu á leiki 20. umferðar, 3.452 áhorfendur.

 

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög