Mótamál

Undanúrslit Íslandsmótsins innanhúss í dag

Úrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll á sunnudag

10.1.2015

Í dag, laugardag, fara fram undanúrslit í Íslandsmótinu innanhúss en leikið verður í Laugardalshöll.  Það eru konurnar sem byrja en kl. 10:30 mætast Afturelding og Þróttur og kl. 12:00 eigast við Grindavík og Álftanes.

Karlarnir hefja leik kl. 14:00 þegar Leiknir/KB og Fylkir mætast og kl. 15:30 leika Fjölnir og Víkingur Ólafsvík.

Úrslitaleikirnir verða svo á morgun, sunnudag, í Laugardalshöllinni.  Úrslitaleikurinn í kvennaflokki hefst kl. 11:30 og kl. 13:00 verður leikið til úrslita hjá körlum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög