Mótamál

Formanna- og framkvæmdastjórafundur 22. nóvember 2014

Verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli

19.11.2014

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 22. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12 - 15.00

Kl. 14.15 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað.

Formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ eru hér með boðaðir til fundarins.

Forráðamenn félaga eru beðnir um að tilkynna þátttöku hið fyrsta í póstfangið thorir@ksi.is þar sem fram verður að koma nafn félags og fjöldi fulltrúa.  Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi fimmtudaginn 20. nóvember. 

Dagskrá:

12.00   Fundur settur – Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ

12.20   Knattspyrnumótin – Birkir Sveinsson

                -  Tímabilið 2014

                -  Tímabilið 2015 – Leikdagar o.fl.  

13.00   Fyrirlestrar og fyrirspurnir

  • Reglugerðir

  • Agamál

  • Milliliðir

  • Uppaldir leikmenn

  • Ferðajöfnunargjald

  • Önnur mál

14.00     Kaffihlé 

14.15     Dregið í töfluröð Íslandsmóts 2015Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög