Mótamál

Drög að niðurröðun í Futsal 2015

Félög hafa til 1. nóvember til að koma með athugasemdir

24.10.2014

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hjá meistaraflokki karla og kvenna og er hægt að finna þau hér á síðunni.  Félög hafa til 1. nóvember til að koma með athugasemdir varðandi þessa niðurröðun.

Félög sem hafa umsjón eru sérstaklega beðin um að fara yfir tíma í sínum íþróttahúsum og athuga hvort finna þurfi aðrar tíma- og/eða dagsetningar.

Til að finna niðurröðunina þá er hægt að fara í "Mótalisti" hér til vinstri á síðunni og velja árið "2015" áður en leitað er. 

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög