Mótamál

Harpa og Ingvar leikmenn ársins

Verðlaunaafhending fyrir keppnistímabilið 2014 í höfuðstöðvum KSÍ

20.10.2014

Verðlaunaafhending fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld, mánudagskvöld.  Tilkynnt var um val á bestu leikmönnum, efnilegustu leikmönnum, þjálfurum ársins og fleiri viðurkenningum að viðstöddum fulltrúum félaga, dómara, fjölmiðla, samstarfsaðila og annarrra fulltrúa KSÍ.  Hápunktur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð 2.

Myndir má finna hérna.

Verðlaunahafar 2014

Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)

 • Besti dómari í PD kvenna – Bríet Bragadóttir
 • Besti dómari í PD karla – Kristinn Jakobsson

Markahæstu leikmenn PD kvenna

 • 1. sæti.  27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
 • 2. sæti.  12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)
 • 3. sæti.  12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik

Markahæstu leikmenn PD karla

 • 1. sæti.  13 mörk, Gary Martin, KR
 • 2. sæti.  12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV
 • 3. sæti.  11 mörk, Ólafur Karl Finsen, Stjarnan

Efnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)

 • Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍA
 • Efnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, Keflavík

Bestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)

 • Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
 • Besti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, Stjarnan

Þjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)

 • Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, Stjarnan
 • Þjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, Stjarnan

Viðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)

 • Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - Stjarnan
 • Heiðarleg framkoma lið í PD karla - KR
 • Heiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss
 • Heiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KR

Bestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)

 • Stuðningsmenn PD kvenna - Selfoss
 • Stuðningsmenn PD karla - Stjarnan

Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög