Mótamál
Pepsi-deildin

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2014

Bein útsending á Stöð 2

20.10.2014

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2014 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ í dag, mánudaginn 20. október.  Viðstaddir verða fulltrúar félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna, fulltrúar dómara, verðlaunahafar og fulltrúar þeirra, sem og aðrir fulltrúar KSÍ.  Bein útsending verður á Stöð 2 frá hápunkti viðburðarins og verður því hægt að fylgjast með því í beinni útsendingu hvaða leikmenn hafa verið valdir bestir og efnilegastir.  Útsending hefst um kl. 18:55.

Eftirtalin verðlaun verða afhent:

  • Markahæstu leikmenn Pepsi-deilda
  • Viðurkenning Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu í Pepsi-deildum (valið af háttvísinefnd KSÍ)
  • Dómarar ársins í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
  • Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deildum (valdir af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
  • Þjálfarar ársins í Pepsi-deildum (valinn af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
  • Efnilegustu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)
  • Bestu leikmenn í Pepsi-deildum (valdir af leikmönnum)Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög