Mótamál
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Tveggja marka tap Stjörnunnar í Rússlandi

Féllu úr keppni fyrir Zvezda 2005 frá Rússlandi

16.10.2014

Stjörnustúlkur töpuðu seinni leik sínum í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið var ytra gegn Zvezda 2005 frá Rússlandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir heimastúlkur sem unnu samanlagt, 8 - 3.

Ljóst var fyrir leikinn að róðurinn yrði þungur fyrir Stjörnustúlkur eftir þriggja marka sigur Rússana í Garðabæ.  Róðurinn léttist ekki þegar Lára Pedersen fékk að líta sitt annað gula spjald á 17. mínútu og þar með rautt og Stjörnustúlkur því einum færri.  Heimastúlkur komust yfir strax í kjölfarið og leiddu með einu marki í leikhléi. 

Rússar bættu svo við öðru marki snemma í seinni hálfleik og þriðja markið kom á 64. mínútu.  Heimastúlkur misstu leikmann af leikvelli á 74. mínútu vegna tveggja gulra spjalda og Anna Björk Kristjánsdóttir minnkaði svo muninn mínútu síðar.  Þremur mínútum síðar fengu heimastúlkur dæmda vítaspyrnu en Sandra Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna og þar við sat.

Stjörnustúlkur eru því úr leik en þær rússnesku eru komnar í 16 liða úrslit Meistaradeildar kvenna.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög