Mótamál

Íslandsmótið innanhúss - Síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum

Skila þarf inn þátttökutilkynningum í keppni meistaraflokka í síðata lagi 16. október

16.10.2014

Meðfylgjandi er þátttökutilkynning fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2015. Frestur til að tilkynna þátttöku er til fimmtudagsins 16. október.

Mótafyrirkomulag meistaraflokka

Mótið er leikið með sama fyrirkomulagi og 2014, þ.e. að forkeppni meistaraflokka karla og kvenna verður leikin með hraðmótsfyrirkomulagi en úrslitakeppnin verður leikin með fullum leiktíma.

Tímabil keppninnar:

Forkeppnin er leikin frá 15. nóvember til 21. desember.

Úrslitakeppni meistaraflokka verður leikin dagana 9. – 11. janúar.

Dómgæsla

Dómarar eru skipaðir af KSÍ í meistaraflokki.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög