Mótamál

Pepsi-deild kvenna - Harpa og Ólafur valin best

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar áberandi í verðlaunaafhendingu fyrir Pepsi-deild kvenna

1.10.2014

Í dag voru afhent, í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar, verðlaun fyrir þá leikmenn sem sköruðu fram úr í Pepsi-deild kvenna í sumar.  Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en fimm leikmenn Garðbæinga voru í liði ársins auk þess sem Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaðurinn, ásamt því að vera markahæst og Ólafur Þór Guðbjörnsson besti þjálfarinn.

Besti dómari tímabilsins var valin Bríet Bragadóttir og bestu stuðningsmennirnir komu frá Selfossi.

Lið ársins er þannig skipað:

Markvörður:

Sandra Sigurðardóttir (Stjarnan)

Varnarmenn:

Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA), Glódís Perla Viggósdóttir (Stjarnan), Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan), Ashley Blake (Selfoss)

Tengiliðir:

Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan), Rakel Hönnudóttir (Breiðablik), Kayla Grimsley (Þór/KA)

Framherjar:

Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) og Helen Lynskey (Afturelding)

Pepsi-deild kvenna - Viðurkenningar 2014


Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög