Mótamál
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky í dag

Fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

9.10.2013

Stelpurnar í Þór/KA mæta rússneska liðinu Zorky í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.  Leikið verður á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra eftir rétta viku. 

Stjarnan mætti einmitt þessu sama liði í Meistaradeildinni á síðasta ári og eftir markalaust jafntefli í Garðabænum höfðu Zorky betur í Rússlandi, 3 - 1.

Sigurvegarinn úr viðureigninni, Þór/KA - Zorky, mæta sigurvegaranum úr viðureigninni PK 35 Vantaa frá Finnlandi - Birmingham City frá Englandi.

Við hvetjum knattspyrnuáhugafólk til þess að fjölmenna á Þórvöllinn og hvetja stelpurnar í þessu erfiða verkefni.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög