Mótamál
Bestu leikmenn í Pepsi-deildunum 2013

Harpa og Björn Daníel valin best í Pepsi-deildunum

Guðmunda Brynja og Arnór Ingvi valin efnilegust

3.10.2013

Afhending verðlauna fyrir nýliðið keppnistímabil 2013 fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í kvöld.  Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni  var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og Björn Daníel Sverrisson úr FH var valinn bestur í Pepsi-deild karla.

Efnilegustu leikmenn þessara deilda voru þau Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík.

Þá var Ívar Orri Kristjánsson valinn besti dómari í Pepsi-deild kvenna og Gunnar Jarl Jónsson í Pepsi-deild karla.  Það eru leikmenn sjálfir sem velja velja verðlaunahafa hjá öllum ofangreindum.

Þjálfarar ársins voru svo valdir þeir Þorlákur Árnason hjá Stjörnunni og Rúnar Kristinsson hjá KR.

Önnur verðlaun sem afhent voru:

Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deild kvenna - Stjarnan

Stuðningsmenn ársins í Pepsi-deild karla -  Víkingur Ólafsvík

Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til kvennaliðs – Stjarnan

Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til karlaliðs - KR

Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til leikmanns kvenna – Dóra María Lárusdóttir Val

Prúðmennskuverðlaun Borgunar og KSÍ til leikmanns karla – Gunnleifur Gunnleifsson Breiðabliki

Markahæstu leikmenn Pepsi-deildar kvenna

1.  Harpa Þorsteinsdóttir  Stjörnunni

2.  Elín Metta Jensen  Val

3.  Danka Podovac  Stjörnunni

Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla

1.  Atli Viðar Björnsson FH

2.  Gary Martin  KR

3.  Viðar Örn Kjartansson  Fylki
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög