Mótamál
Stjarnan

Lengjubikar kvenna - Stjarnan Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna

Lögðu Val í úrslitaleik

29.4.2013

Stjarnan fagnaði sigri í A-deild Lengjubikars kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik í gær en leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Stjörnuna en þær leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Elva Friðjónsdóttir skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þær Rúna SIf Stefánsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir bættu við mörkum í þeim síðari.

Þetta var í annað skiptið sem Stjarnan fagnaði þessum titili en það gerðu þær einnig árið 2011 eftir að hafa lagt Val í þeim úrslitaleik einnig.

Lengjubikarinn
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög