Mótamál
Futsal  Ísland - Lettland

Futsal - Vinnur Valur tvöfalt?

Valur og ÍBV mætast hjá konunum og Valur - Víkingur Ólafsvík hjá körlunum

5.1.2013

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag.  Í kvennaflokki leika Valur og íBV kl. 12:15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn.  Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita kl. 14:00.

Valur lagði Álftanes í undanúrslitum kvenna með fimm mörkum gegn tveimur og Eyjastúlkur lögðu Snæfellsnes með sjö mörkum gegn tveimur.

Það var hörkuleikur hjá Val og ÍBV í undanúrslitum karla þar sem Valur hafði betur, 8 - 7.  Í hinum undanúrslitaleiknum höfðu hinsvegar Víkingar frá Ólafsvík yfirburði gegn Þrótti/SR og lögðu þá 15 - 1.

Við hvetjum áhorfendur til að koma í Laugardalshöllina og sjá spennandi úrslitaleiki.  Þeir sem ekki eiga heimangengt geta svo fylgst með leikjunum á SportTV, http://www.sporttv.is/, þar sem þeir verða í beinni vefútsendingu.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög