Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Lengjubikarinn 2013 - Þátttökutilkynning

Tilkynna skal þátttöku í síðasta lagi 18. nóvember

5.11.2012

Þátttökutilkynningar vegna Lengjubikarsins 2013 hafa verið sendar út á aðildarfélög en frestur til að tilkynna þátttöku er til sunnudagsins 18. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2012 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2013 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Heimild til þátttöku

Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2012 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2013 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Þátttökugjöld

Ekki verða innheimt þátttökugjöld í Lengjubikarnum 2013.

Keppnisfyrirkomulag

Leikið verður með sama fyrirkomulagi og 2012. Reglugerð mótsins er í vinnslu. A-deild karla hefst um miðjan febrúar en keppni í öðrum deildum í byrjun mars.

Leikstaðir

Leikir í deildarbikarnum fara að mestu fram á heimavöllum félaga sem félögin sjálf leggja til og ekki er innheimt vallarleiga fyrir. Einnig verður leikið á öðrum völlum eftir þörfum. Reynt verður að hafa keppni í B- og C-deild svæðaskipta.

Utanferðir félaga og aðrir viðburðir

Mikilvægt er að tilkynna mótanefnd um þá daga sem félagið getur ekki leikið vegna æfingaferða eða annarra viðburða. Ekki verða gerðar færslur á leikjum í úrslitakeppnum vegna æfingaferða félaga.

Þátttökutilkynning
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög