Mótamál
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn Zorky ytra

Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma

4.10.2012

Stjarnan leikur síðari leik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar þær mæta Zorky frá Rússlandi og er leikið ytra.  Stjörnustúlkur eygja möguleika á að komast áfram en fyrri leiknum á Stjörnuvelli lauk með markalausu jafntefli þar sem heimastúlkur léku einum færri góðan hluta leiksins.

Leikurinn í dag hefst kl 11:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Liðið sem kemst áfram úr þessari viðureign mætir Evrópumeisturunum frá Frakklandi, Lyon.

Meistaradeild kvenna
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög