Mótamál
KR

Þrettándi bikarmeistaratitill KR

Ekkert félag unnið bikarinn í meistaraflokki karla oftar

18.8.2012

Ekki kom til þess að nýtt nafn væri skráð á lista bikarmeistara karla eftir úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum í dag.  Stjarnan, sem hafði aldrei áður leikið til úrslita, beið lægri hlut fyrir KR, sem hefur unnið bikarinn oftast allra félaga.  Titillinn í ár er sá 13. í sögunni, en næstu lið eru ÍA og Valur með 9 bikarsigra.

KR hefur leikið til úrslita í bikarnum síðastliðin þrjú ár og unnið sigur í síðustu tvö skiptin.  KR lék einnig til úrslita í sjö af fyrstu átta skiptunum sem keppnin fór fram, þó reyndar hafi það verið B-lið KR sem tapaði 1-2 fyrir ÍBV í áttunda bikarúrslitaleiknum árið 1968.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög