Mótamál
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - Þriðjudaginn 31. júlí

Síðasti dagur félagskipta er í dag

31.7.2012

Í dag, þriðjudaginn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil. Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, þriðjudaginn 31. júlí.

Félagaskipti innanlands

Fullfrágengin félagaskipti innanlands þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, sunnudaginn 31. júlí. Ef þau berast síðar verður keppnisleyfi veitt frá 21. febrúar (athugið sérákvæði um samningslausa leikmenn yngri flokka) Forráðamenn félaga eru hvattir til þess að ganga tímanlega frá félagaskiptum.

Tímabundin félagaskipti

Ef um tímabundin félagaskipti er að ræða verður að senda eyðublaðið „Tímabundin félagaskipti“ fullfrágengið. Einnig verður að koma lánssamningur á milli félaga, undirritaður af öllum aðilum (þ.e. báðum félögum og leikmanni). Einungis samningsbundnir leikmenn geta haft tímabundin félagaskipti. Þá er minnt á að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög