Mótamál
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór bæði úr leik

Töpuðu bæði heimaleikjum sínum naumlega

27.7.2012

FH og Þór léku í gærkvöldi heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Um var að ræða seinni leiki viðureignanna en íslensku liðin duttu bæði úr keppni. 

Þór lék gegn tékkneska liðinu Mlada Boleslav og eftir að Tékkarnir höfðu haft 3 - 0 sigur á sínum heimavelli var ljóst að róðurinn yrði þungur.  Þórsarar gáfu hinsvegar lítið eftir og börðust hetjulega.  Gestirnir skoruðu hinsvegar eina mark leiksins en lokatölur hefðu svo sannarlega geta orðið öðruvísi því norðanmenn brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum.  En samanlagt unnu Tékkar 4 - 0 og mæta hollenska liðinu Twente í næstu umferð.

FH tók á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli en fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 1 - 1.  Í miklum baráttuleik voru það gestirnir sem að skoruðu eina mark leiksins, markið sem fleytti þeim áfram í næstu umferð, samanlagt 2 - 1.  Þar mæta Svíarnir pólska liðinu Lech Poznan.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög