Mótamál
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór leika heimaleiki sína

Leikirnir hefjast báðir kl. 19:15

25.7.2012

Tvö félög leika heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 26. júlí kl. 19:15.  FH tekur á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli og Þór tekur á móti Mladá Boleslav frá Tékklandi á Þórsvellinum.

Fyrri leik Hafnfirðinga í Stokkhólmi lauk með 1 - 1 jafntefli og eru því möguleikarnir vissulega til staðar.  Árangur FH í fyrri leiknum vakti nokkra athygli og verður spennandi að sjá hvort þeir nái að nýta heimavöllinn og fylgja honum eftir.  Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum þegar kemur að því að koma Svíunum á óvart í annað sinn.

Þórsarar töpuðu fyrri leiknum í Tékklandi 3 - 0 en þeir náðu eftirtektarverðum árangri á heimavelli sínum í fyrstu umferðinni þegar þeir lögðu Bohemians frá Írlandi 5 - 1 eftir að hafa lent undir, 0 - 1.  Þó svo að róðurinn verði erfiður hjá Akureyringum þá eru þeir ákveðnir að bíta frá sér á sínum heimavelli.

Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fjölmenna á vellina og styðja íslenska knattspyrnu til sigurs.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög