Mótamál
UEFA

Meistara- og Evrópudeild UEFA - Dregið í 3. umferð forkeppni

FH á mestu möguleika íslensku félaganna

20.7.2012

Í dag var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Þrjú íslensk félög eru enn í keppninni og eru möguleika FH óneitanlega hvað mestir, íslensku félaganna, á að komast áfram.

Í Meistaradeildinni mun sigurvegari úr viðureign HJK Helsinki og KR mæta Celtic frá Skotlandi.  Fyrri leik félagnna lauk með sigri HJK, 7 - 0, en seinni leikurinn fer fram á KR velli, þriðjudaginn 24. júlí.

Í Evrópudeildinni þá mun sigurvegari úr viðureign AIK og FH mæta sigurvegurum úr viðureign Xazar Lankaran frá Aserbaídsjan og Lech Posnan frá Póllandi.  Fyrri leikir beggja þessara félaga enduðu með 1 - 1 jafntefli en FH og Lech Posnan eiga bæði heimaleiki eftir.  Seinni leikur AIK og FH fer fram á Kaplakrikavelli, fimmtudaginn 26. júlí.

Sigurvegari úr viðureign Mlada Boleslav og Þórs mun svo mæta sigurvegara úr viðureign FC Twente frá Hollandi og Inter Turku frá Finnlandi.  Fyrri leik liðanna, sem fór fram í Hollandi, lauk með jafntefli, 1 - 1.  Þórsarar töpuðu hinsvegar fyrri leiknum í Tékklandi, 3 - 0 en seinni leikurinn fer fram á Þórsvelli fimmtudaginn 26. júlí.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög