Mótamál
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Góð úrslit hjá FH

Erfiður róður framundan hjá Þór

19.7.2012

FH og Þór voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í kvöld þegar félögin léku fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Bæði félögin léku á útivelli, Hafnfirðingar í Svíþjóð en Akureyringar í Tékklandi.

AIK voru mótherjar FH í Stokkhólmi og komust FH yfir með marki Atla Guðnasonar á 40. mínútu og leiddu í leikhléi.  Heimamenn jöfnuðu metin á 56. mínútu og þar við sat.  Verulega góð úrslit hjá FH en seinni leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, eftir viku, fimmtudaginn 26. júlí.

Þórsarar léku gegn Mlada Boleslav og höfðu heimamenn undirtökin og leiddu, 2 - 0, í leikhléi.  Mlada bættu svo við einu marki í síðari hálfleiknum og fóru því með 3 - 0 sigur af hólmi.  Seinni leikurinn fer fram á Þórsvelli, fimmtudaginn 26. júlí.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög