Mótamál
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 afhentar 27. júlí

Kynnt hverjir skara fram úr í fyrri helmingi mótsins að mati valnefndar

16.7.2012

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 í Pepsi-deild karla verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 föstudaginn 27. júlí kl. 12:00 (annan föstudag).  Á þeim tímapunkti verður reyndar 12. umferðinni einnig lokið, en þessi dagsetning er valin til að forðast árekstur við þátttöku íslenskra félagsliða í UEFA-mótum.

Í Pepsi-deild karla er valið: 

  • Lið umferðanna (11 leikmenn)
  • besti leikmaður
  • besti þjálfari
  • besti dómari
  • Bestu stuðningsmenn

Í valnefndinni fyrir Pepsi-deild karla eru þessir:

1.       433.is (1 atkvæði)

2.       Fótbolti.net (1 atkvæði)

3.       Morgunblaðið (1 atkvæði)

4.       Sport.is (1 atkvæði)

5.       Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365

6.       Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður hjá 365

7.       Ölgerðin (1 atkvæði)
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög